Úrslit frá prófin 201705 komin inn. Þátttakendur í prófinu voru 6, 4 í BFL og 2 í ÚFL-B Prófdómari var Heidi Kvan, fulltrúi HRFÍ Guðmundur A. Guðmundsson og prófstjóri Heiðar Sveinsson. Heidi setti upp skemmtilegt próf fyrir báða flokka og var gefinn góður tími á þessu frábæra prófsvæði. Öll teymi stóðu sig með mikilli prýði og flottir veiðihundar á ferð. Í BFL var besti hundur Réttarholts Korpu Rex með 1.einkun, eigandi og stjórnandi Elías Frímann Elvarsson. í ÚFL-B var besti hundur Ljósavíkur Lotta með 2.einkun, eigandi og stjórnandi Jens Magnús Jakobsson.