Í gærkvöldi var fyrsta Vinnupróf fyrir retrieverhunda haldið við Tjarnhóla. Eins og áður hafði verið greint frá var þetta próf bæði alvöru og prufu, þ.e. ekki margir hundar og gefinn tími til að læra af því líka. Prófdómarar voru þrír: Halldór G. Björnsson, Sigurður Magnússon og Sigurmon M. Hreinsson. Prófstjórar voru Jens Magnús Jakobsson og undirritaður Heiðar Sveinsson. Þáttakendur voru 5 í BFL, 2 í OFL og 1 í ÚFL. Það verður að segjast að undirritaður var talsvert stressaður fyrir því að þetta færi vel fram og biðst afsökunar á hvössum rómi í kynningu sem var alls ekki ætlaður neinum af því frábæra fólki sem mætti á staðinn.
Engu að síður held ég bara að þetta hafi farið vel fram og tekist að renna þessu nokkuð auðveldlega í gegn. Við sem vorum á staðnum erum öll komin með svör við einhverjum spurningum og jafnvel fleiri spurningar. Eins erum við með reynslu og sýn hvernig næsta skref verður tekið. Ég er þess fullviss að þetta er góð leið fyrir fólk inní sportið ásamt auðvitað okkar frábæru B-prófum sem standa fyllilega fyrir sínu. Úrslit eru komin inná heimasíðu: BFL: 1.sæti Perla, stjórnandi Gunnar Örn Arnarson, með 98 stig af 100 mögulegum. 2.sæti Hrafnsvíkur Arna, stjórnandi Hólmfríður Kristjánsdóttir, með 95 stig af 100 mögulegum. 3.sæti Klettavíkur Dr. Kata, stjórnandi Ásmundur Ísak Jónsson, með 79 stig af 100 mögulegum.
Fleiri fengu ekki sæti í BFL, sæti er ekki veit ef viðkomandi fær 0 á einum eða fleiri póstum eða nær ekki 50% af stigum í BFL, 60% af stigum í OFL og 70% af stigum í ÚFL. Veiðivatna flugan Embla, stjórnandi Sigurdór Sigurðsson, fékk ekki sæti en náði 73 stigum að 100 mögulegum. Leynigarðs Frami, stjórnandi Sigrún Guðlaugardóttir fékk ekki sæti en náði 43 stigum af 100 mögulegum. OFL: 1.sæti Ljósavíkur Tinna, stjórnandi Ásmundur Ísak Jónsson, með 91 stig af 100 mögulegum. 2.sæti Dewist Glitter´N Glance, stjórnandi Svava Guðjónsdóttir, með 68 af 100 mögulegum. ÚFL: 1.sæti Ljósavíkur Nínó, stjórnandi Ingólfur Guðmundsson, með 100 stig af 100 mögulegum. Innilega til hamingju allir þátttakendur og kærar þakkir dómarar og starfsfólk. Heiðar Sveinsson
Gunnar með Perlu, Hólmfríður með Örnu og Ísak með Kötu.