Að loknum 7 prófum af 12 eru línur að skírast með stigahæstu hunda á veiðiprófum. Stigahæstur er Ljósavíkur Nínó með 58,2 stig úr 6 prófum. Reglur eru þær að eftir 5 próf er deilt í samanlögð stig með fjölda prófa og það síðan margfaldað með 5 til að fá út meðalgildi fyrir 5 próf. Þetta eru óbreyttar reglur frá upphafi stigagjafar. Enn eru eftir 5 próf og því margt sem getur breyst. Ef þið sjáið einhverjar villur endilega látið vita