Búið er að setja inn úrslit frá prófi 201606 sem var haldið á Murneyrum í dag. Próf þetta var liður í Deildarviðburði deilarinnar 2016 sem hófst með deildarsýningu 25 júní við Brautarholt á Skeiðum. Þar dæmid Vidar Grundetjern um 70 hunda og eru úrsliti væntanleg innan tíðar. Til að koma svona viðburði á koppinn koma margir að, sérstakar þakkir til Sýningarnefndar, hringstjóra Auður Sif Sigurgeirsdóttir og sýningarstjóra Lilja Dóra Halldórsdóttir sem er ómetanlegt að fá til starfa á svona viðburði. Sýningarnefnd stóð einnig að flottum kvöldverði að vanda á laugardagskvöldin. Sú nýbreytni var að í hádeginu á sýningardegi var boðið uppá pylsur og gos í boði Hópbíla og Hyundai og mæltist það mjög vel fyrir. Helstu styrktaraðilar deildarinnar gera okkur kleift að gera svona viðburð eftirminnilegan og faglegan. Dýrheimar innflutningsaðilar Royal Canin, Stálnaust, Hyundai, Vesturröst og Dýrabær. Í dag var síðan veiðipróf á Murneyrum, dómari var Sigurmon Hreinsson, fulltrúi HRFÍ var Sigurður Magnússon og prófstjóri Jens Magnús Jakobsson. 13 hundar voru skráðir til leiks, 3 í BFL, 4 í OFL og 6 í ÚFL-B, einn hundur dróg sig úr keppni. Bestu hundar voru: BFL ISSHCH Dewmist Glitter´N Glance með 1.einkun, eigendur Svava og Steinun Guðjónsdætur, Svava stjórnaði hundinum. þau voru einnig stigahæst yfir helgina þegar lagt er saman árangur á sýningunni og í veiðiprófinu og unni þar með Retriever deilarbikarinn (Hólabergsbikarinn) OFL Klettur með 2.einkun, eigandi Anna Margrét Sigurðardóttir, Guðmundur A. Guðmundsson stjórnaði hundinum. ÚFL-B ISFTCH Kolkuós Míla með 1 einkun og heiðursverðlaun, eigandi og stjórnandi Ævar Valgeirsson. ISFTCH Kola fékk einning 1.einkun og heiðursverðlaun í ÚFL-B þess má geta að Ljósavíkur Alda og Krapi náðu í dag 1 einkun í ÚFL-b og það var það sem vantaði uppá til að hægt væri að sækja um veiðimeistaratitli ISFTCH. Sigurmon, Svava og Stormur, Ævar og Míla, Heiðar og Kola, Guðmundur og Klettur, Sigurður