Deildarsýningin 2016 var haldin við Brautarholt á Skeiðum. Dæmdir voru um 70 hundar, dómari var Vidar Grundetjern frá Noregi, Sýningarstjóri og ritari Lilja Dóra Halldórsdóttir, hringstjóri Auður Sif Sigurgeirsdóttir. Sýningarnefnd stóð fyrir pylsuveislu í hádeginu fyrir gesti sem var stutt af Hyundai og Hópbílum. Einnig var að vanda grillveisla sem sýningarnefnd stóð fyrir um kvöldið sem var mjög vel heppnaður. Sýningin er mikilvægur þáttur í deildarviðburði deildarinnar sem samanstendur af deildarsýningu og veiðiprófi. Sýningarnefnd og aðrir sjálfboðaliðar, kærar þakkir fyrir flotta umgjörð einu sinni og gott starf. Styrktaraðilar deildarinnar: Dýrheimar innflutningsaðilar af Royal Canin, Vesturröst, Bendir, Stálnaust, Hyundai og Dýrabær gera okkur kleift að halda viðburð sem þennan. Frábær þátttaka deildarmeðlima, samkennd og vilji til að starfa gerir þessa viðburði ánægjulega og þess eðlis að fólk vill helst ekki missa af þeim ár eftir ár. Helstu úrslit frá sýningu eru hér að neðan, endanlega úrslit verða komin inná síðuna innan skamms. Golden Retriever: BOB, varð svo BIS 2 ISShCh Dewmist Glitter N’ Glance, BOS : C.I.E. RW-14-15 ISShCh Heatwave Little Miss Sunshine, Besti öldungur tegundar og sýningar : C.I.E ISShCh Allways On My Mind of Famous Family. Toller: Besti hvolpur 4-6 mánaða : Heimsenda Iða (varð svo besti hvolpur sýningar í þessum flokki) Besti hvolpur 2 : Heimsenda Pollur BOB: RW-14 USCh CANCh Pikkinokka´s Nice Try Avatar engin tík varð BOS. Labrador: Besti hvolpur 4 – 6 mánaða: Vetrastorms Princess Orka, enginn rakki keppti í þessum flokki. Tíkin varð svo besti hvolpur sýningar 2. Hvolpaflokkur 6 – 9 mánaða: Hrísnes Kókó og hann varð besti hvolpur sýningar í þessum flokki, besti hvolpur 2 Hrísnes Emma. Besti ungliði : Hrísnes Skuggi II og BOS ungliði: Miðvalla Eyvin. BOB og síðar BIS 1 ISShCh Stekkjardals Marie Curie BOS : Ciboria’s Oliver, Besti Öldungur : Uppáhalds Vetrarsól Askja (varð BIS öldungur 2 ) Besti öldungur af gagnstæðu kyni : Leynigarðs Þorri . Einn afkvæmahópur var sýndur og það var C.I.B. ISCh Mánasteins Birta sem var sýnd með 3 afkvæmum og varð besti afkvæmahópur sýningar, 3 rækunarhópar voru sýndir og úrslitin voru : 1. Stekkjardals, 2. Leynigarðs og 3. Veiðivatna BIS hundar helgarinnar, Erla og ISSHCH Stekkjardals Marie Curie, Vidar Grundetjern, Svava og ISSHCH Dewmist Glitter´n Glance, Lára og RW-14 USCH CANCH Pikkinokka´s Nice Try Avatar