Retrieverhvolpar til sölu

Mikil eftirspurn eftir hvolpum veldur því að fá got eru auglýst á síðunni.

Ef þú ert að leita að hvolpi af retriever kyni, Labrador, Golden, Flat coated eða Nova Scotia Duck Tolling (Toller) þá eru hér nokkrar leiðbeiningar.

Inná heimasíðu www.retriever.is er hægt að finna lista yfir ræktendur undir liðnum ræktun. Þar er hægt að sjá hvenær þeir voru síðast með got og eins hvaða tegund þeir eru að rækta. Þessi listi er alls ekki tæmandi fyrir alla virka ræktendur. Þessir ræktendur eru margir með facebook aðgang þar sem hægt er að sjá virkni þeirra og vera í sambandi við þá.

Eins getum við bent ykkur á að leita á facbooksíðum tegunda

Labrador retriever: https://www.facebook.com/groups/242179935834745

Golden retriever: https://www.facebook.com/groups/golden.retriever.hrfi

Retriever deild HRFÍ: https://www.facebook.com/groups/retrieverdeild.hrfi

Það er eins og áður sagði mjög mikil eftirspurn og hefur verið allt þetta ár, það er því ljóst að til að ná í hvolp sem sem fellur að óskum er lang líklegast að viðkomandi þurfi að gefa sér góðan tíma og leggja sig fram í leit, bíða síðan eftir gotinu.

Gangi ykkur vel.

Reykjavík 17.nóvember 2020

Viltu auglýsa got á síðunni - Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar