Reglur
Meistarareglur
12.3.2012
Á fundi sem retrieverdeildin hélt í Sólheimakoti 25/10 1999 voru eftirfarandi reglur til veiði-, sýningar-, og alþjóðlegsmeistara samþykktar.
Hundar fæddir eftir 1.1 1999 (gildir ekki um ISFtCh) þurfa að uppfylla eftirfarandi kröfur til að verða íslenskir meistarar (ISCh), alþjóðlegir sýningarmeistarar (C.I.E.) og íslenskir veiðimeistarar (ISFtCh).
Íslenskur meistari (ISCh):
Þrjú íslensk meistarastig hjá þremur dómurum þar af eitt íslenskt meistarastig eftir 24 mánaða aldur.
Minnst 3. einkunn í opnum flokki á B retrieverveiðiprófi í FCI landi.
Ef hundur er nú þegar landsmeistari frá öðru FCI landi án veiðiprófsárangurs getur hann ekki orðið íslenskur sýningarmeistari nema að hafa veiðiprófsárangur sem krafist er af retrieverhundum á Íslandi ásamt einu íslensku meistarastigi.
Alþjóðlegur meistari (C.I.B.):
Retriever hundur þarf að uppfylla eftirtalin skilyrði til að hljóta titilinn Alþjóðlegur meistari (C.I.B.):
Alþjóðlegur sýningameistari (C.I.E.):
Alþjóðlegur meistari (C.I.E.) þarf að vera íslenskur meistari og að hafa fengið fjögur alþjóðleg meistarastig (cacib) á alþjóðlegum sýningum HRFÍ eða öðrum alþjóðlegum sýningum FCI
Íslenskur veiðimeistari (ISFtCh):
Þrisvar sinnum 1. einkunn í úrvalsflokki á A eða B retrieverveiðiprófi á Íslandi hjá þremur dómurum þar af a.m.k. einum erlendum.
Minnst Good í OFL eða VFL eftir 24 mánaða aldur á sýningum HRFÍ eða öðrum sýningum FCI.
Þessar reglur tóku gildi 1. janúar 2001 og verða endurskoðaðar eftir 1. janúar 2003.
Til að sækja um titil eða nafnbót er sótt eyðublað á heimasíðu HRFÍ undir eyðublöð
Reglur fyrir hundasýningar HRFÍ
Veiðiprófsreglur HRFÍ fyrir retrieverhunda
Reglur fyrir Vinnupróf (WT) retriverhunda.
Reglur og leiðbeiningar fyrir dómaranám fyrir retrieverhunda
Reglugerð HRFÍ um ættbókaskráningu hunda
Reglur fyrir Vinnueiginleikamat fyrir sækjandi hunda
Reglurnar voru þýddar úr norsku og dönsku og hafa verið kynntar og metið eftir þeim. Þær eru ekki samþykktar af HRFÍ, heldur verið haldin óformleg Vinnueiginleika möt.
Retriever Deildarbikarinn
Á Deildarviðburðarhelgi er veittur bikar fyrir árangur á sýningu og veiðiprófi, hér að neðan má sjá reglur fyrir hann.
Reglur fyrir Retriever Deildarbikarinn
Ljósavíkurbikarinn
Á miðsumarprófi er veittur bikar fyrir árangur á veiðiprófum, eða veiðiprófi, hér að neðan má sjá reglur fyrir hann.
Árstitlar:
Þátttakendur í veiðiprófum geta unnið til nafnbótar sem deildin kallar árstitla. Reglur þar um hafa verið samþykktar af stjórn HRFÍ í september 2018 og fæst þessi nafnbót færð inná ættbók viðkomandi hunds.