Ræktunarmarkmið Retrieverdeildar
Ræktunarmarkmið Retrieverdeildar
Ræktunarstjórn mælir eingöngu með pörunum þar sem þau dýr sem para á:
- eru mjaðma- og olnbogamynduð og greining sé A eða B (HD/ED FRI).
- eru augnskoðuð og augnskoðunarvottorð ekki vera eldra en 25 mánaða. Þau beri ekki arfgenga augnsjúkdóma.
- eru DNA prófuð fyrir PRA og greiningin sé Normal/Clear (N/C) eða eru sannanlega laus við meingenið frá foreldrum, Normal/Clear by parentage (N/C/P) (Á við um Chesapeake Bay retriever, Golden retriever, Labrador retriever og Nova Scotia Duck Tolling retriever). N/C/P er eingöngu tekið gilt yfir eina kynslóð. Sjá reglur HRFÍ um skráningu í ættbók.
- hafi tekið þátt a.m.k. einu sinni á sýningu HRFÍ eða hjá öðrum félögum viðurkenndum af FCI og náð a.m.k. Good (2. einkunn í UFL, OFL eða VFL.) og/eða hafi tekið þátt í veiðiprófi hjá Retrieverdeild HRFÍ eða öðrum retrieverklúbbum innan félaga viðurkenndum af FCI og náð a.m.k. 3. einkunn í OFL.
KLIKKIÐ HÉR TIL AÐ SJÁ NÁNAR UM RÆKTUNARMARKMIÐ OG DNA
Stefna ræktunarstjórnar er að íslenskir retrieverhundar:
- séu andlega og líkamlega heilbrigðir
- séu án erfðagalla
- uppfylli kröfur um útlit og byggingu
- uppfylli kröfur um vinnueiginleika kynsins