Pörunarbeiðni

Ræktunarstjórn tekur við öllum skriflegum fyrirspurnum um ræktun og aðstoðar og leiðbeinir eftir bestu kostum hverju sinni.

Ræktendur geta leitað til Retrieverdeildar eftir aðstoð við val á rakka. Ræktunarstjórn mun hún tilgreina a.m.k. nöfn þriggja rakka sem uppfylla ræktunarmarkmið deildarinnar séu mögulegir rakkar á rakkalista deildarinnar. Ræktunarstjórn tilgreinir aðeins nöfn til tíka sem uppfylla ræktunarmarkmið deildarinnar.

Það er svo að sjálfsögðu alfarið undir eigendum rakkanna komið hvort þeir vilja að þeir verið notaðir í tiltekið got.

Pörunarbeiðni skal senda til ræktunarstjórnar a.m.k. tveimur mánuðum áður en tík lóðar. Sendið inn pörunarbeiðnir á netfangið retriever@retriever.

Þar sem fram kemur nafn tíkur, ættbókarnúmer og áætluð tímasetning pörunar. Það er jafnframt gott að fram komi ef sérstakar óskir eru um lit, útlits- og vinnueiginleika afkvæma. Það getur auðveldað ræktunarstjórn valið að hafa slíkan óskalista, en auðvitað er ekki alltaf hægt að uppfylla þær allar.

Ræktunarstjórn er einungis ráðgefandi aðili og er ábyrgðin í höndum eigenda undaneldisdýra.

Ræktendum er bent á að kynna sér Reglugerð um skráningu í ættbók HRFÍ.