Labrador Retriever

Tegund: Labrador Retriever
Tengiliður: Erla Heiðrún Benediktsdóttir stekkjardals@stekkjardals.com – S: 8227970 

Tegunda hópur: 8 – Sækjandi hundar
Heimaland: England
Stærð (á herðarkamb): Rakki 56 – 57 cm. Tík 54 -56 cm.
Litur: Einlitur, svartur, súkkulaðibrúnn og gulur. Hvítur blettur á bringu er leyfður.

Labrador Retriever er greindur og vinalegur hundur sem hefur hvarvetna aflað sér mikilla vinsælda.

Hæfileikar hans hafa ekki einungis verið nýttir í veiði heldur einnig í aðra vinnu s.s. sem blindrahundur, fíkniefnaleitarhundur og sem afbragðs heimilishundur.

Labrador retriever er kröftugur og sterklega byggður hundur. Höfuð er breitt, vel fyllt og trýni á að vera kröftugt. Eyru eru lítil og liggja þétt að höfði. Augnlitur er dökkur. Háls þykkur og langur. Skott meðallangt, svert við skottrótina og skottstaða á að vera beint út frá baklínu eða lægra. Brjóstkassi djúpur, kröftugur og breiður. Fætur kröftugir og þófar þéttir. Stuttur þéttur og harður feldur (vatnsþéttur) með mikla undirull.

Upprunasaga:

Þær hundategundir sem taldar eru standa að Labrador Retriever hundum eru Nýfundnalandshundur, setter og vatnaspaníel.

Tegundin var viðurkennd af breska hundaræktarfélaginu árið 1903.

Labrador hundurinn er ein vinsælasta hundategundin í Evrópu í dag.