Úrslit frá prófi 202210

Í dag var haldið veiðipróf 202210 við Draugatjörn.

Dómari var Halldór Garðar Björnsson, fulltrúi HRFÍ Kjartan I. Lorange og prófstóri Arnar Tryggvason.

15 hundar voru skráðir og þar af 9 hundar í BFL, 4 í OFL og 2 í ÚFL-b. allt voru þetta labrador hundar. 3 stjórnendur voru að taka sín fyrstu próf.

Öll úrslit og umsagnir eru komnar inná síðuna undir veiðipróf.

Bestu hundar í flokkum:

BFL Kolkuós Úrsúla með 1.einkunn, stjórnandi Sigurmon Hreinsson

OFL Birtu Askja með 2.einkunn, stjórnandi Sigurður M. Steinþórsson

ÚFL-B OFLW-10 FTW-20 ISFTCH Heiðarbóls Dimma með 1.einkunn, stjórnandi Heiðar Sveinsson.

Eukanuba veitti verðlaun fyrir besta hund í flokki.

Final Approach gaf 6 gerfiendur í pakka sem var dregið út og voru skráðir þátttakendur sem voru á staðnum í pottinum. Halldór Halldórsson sem var með Brekkubyggðar Nóa var dreginn út og hlaut þennan veglega pakka.

Kærar þakkir til allra er komu að verki, aðstoðarfólk sem kom úr hópi þátttakenda, fulltrúi og dómari og svo allir þátttakendur og áhorfendur.

Góður dagur að baki, til hamingju öll sem tókuð þátt, hlökkum til að sjá ykkur á prófum.

Styrktaraðilar eru www.eukanuba.com, www.bendir.is og www.fabrand.com

Halldór dómari, Sigurmon og Úrsúla, Heiðar og Dimma, Sigurður og Askja
Halldór vinningshafi á öndunum, Halldór dómari, Sigurmon og Úrsúla, Heiðar og dimma, Sigurður og Askja
Dóir og endurnar