Próf 202104-5 í Eyjafirði

Skráningar eru mjög góðar á bæði prófin sem verða í Eyjafirði helgina 3. og 4. júní nk.

3. júní verður prófið við Eyjafjarðará fyrir neðan Berjaklöpp, það má sjá leið frá Akureyri á korti hér að neðan.

Dómari 3.júní verður Sigurður Magnússon og fulltrúi HRFÍ Kjartan I. Lorange. Prófstjóri er Sigurður B. Sigurðsson

4. júní verður prófið við Melgerðismela eða þar í kring, leið þangað er um 26 km og ca 30 mínútur. Verður vel merkt.

Dómari 4. júní verður Kjartan I. Lorange og fulltrúi HRFÍ Sigurður Magnússon, prófstjóri Sigurður B. Sigurðsson.

Þar sem skráningar eru mjög góðar má gera ráð fyrir að prófstjóri ásamt dómurum muni skipta vinnu á milli þeirra hvorn daginn. Prófstjóri skýrir á prófstað.

Að venju verður Ljósavíkurbikarinn veittur stigahæsta hundi samanlagt sem tekur þátt báða dagana. það má finna reglur um stigagjöf hér þetta er í 9 skipti sem bikarinn er veittur, skemmtileg viðbót og þakkir til gefanda fyrir framtakið.

Að venju veitir Eukanuba verðlaun fyrir besta hund í öllum flokkum og Petmark sem flytur inn Eukanuba gætu bætt eitthvað í stemminguna.

Final Approach kemur einnig að þessu prófi og mun setja svip sinn á prófið og veita auka verðlaun til besta hunds í hverjum flokki báða dagana.

Ef eitthvað er óljóst endilega verið í sambandi við prófstjóra, eins eru þátttakendur beðnir að vera í sambandi við prófstjóra varðandi óljós atriði eða annað. Sími hjá Sigurði er 8676777