Útilokun frá starfsemi HRFÍ

Samkvæmt heimasíðu HRFÍ undir siðanend hefur Hrísnes ræktun verið útilokuð frá starfsemi HRFÍ frá 31.03.2021 til 30.09.2021

Það má meðal annars finna í Reglum um skráningu í ættbók, grein 2 Ættbókarskráning hvolpa, liður 2 á við ræktun sem hefur verið útilokuð frá starfsemi HRFÍ og er greinin hér að neðan. Reglur um skráningu í ættbók má finna hér

  1. Ræktandi sem nýtur ekki réttinda til skráningar gota eða hefur verið vísað úr félaginu tímabundið eða að fullu, fær ekki ættbókarskráningu á got þar sem pörun átti sér stað á viðurlagatíma.
    Got undan ræktunardýrum sem sættu ræktunarbanni við pörun, verða ekki skráð síðar í ættbók, jafnvel þótt ræktunarbanni verði aflétt.