Úrslit frá veiðiprófi 202011

Í dag lauk veiðiprófatímabilinu formlega með síðasta prófinu sem haldið var við Villingavatn.

Dómari var Sigurmon M. Hreinsson, fulltrúi HRFÍ Margrét Pétursdóttir og prófstjóri Arnar Tryggvason.

15 hundar voru í prófi og prófað var í öllum flokkum. Sigurmon setti upp skemmtileg og krefjandi próf í öllum flokkum sem reyndu á hunda og stjórnendur í takt við getu í hverjum flokki.

Bestu hundar í flokkum voru:

BFL Ljónshjarta Kjarval með 1.einkunn og heiðursverðlaun, eigandi og stjórnandi Þorsteinn Þorsteinsson

OFL Hrafnsvíkur Ben með 1.einkunn og heiðursverðlaun, eigandi og stjórnandi Kristján Smárason.

ÚFL-b BFLW-19, OFLW-20 Huntingmate Atlas með 1.einkunn, eigandi og stjórnandi Heiðar Sveinsson.

Kærar þakkir öll fyrir daginn og til haminju allir með árangur dagsins.

Það er skemmtilegt að geta þess að á þessu prófi var þátttakandi FTW-19 ISFTCH Ljósavíkur Nínó sem tók þátt í ÚFL-b og lauk prófi með 1.einkunn. Hann hefur nú tekið fleiri próf en nokkur annar íslenskur retriever hundur, eins hefur enginn eldri hundur tekið próf á Íslandi og svo á hann líka met yfir 1.einkunn í ÚFL. Ingólfur Guðmundsson eigandi hans hefur unnið með honum í gegnum þetta og hefur sjálfur tekið 130 próf í allt. Þakkir fyrir ykkar framlag.

Á myndinni eru Margrét Pétursdóttir Fulltrúi HRFÍ, Kristján og Ben, Þorsteinn og Kjarval, Heiðar og Atlas, Sigurmon Hreinsson dómari og Arnar Tryggvason prófstjóri.