Deildarsýning ?

Kæru félagsmenn. 

Eins og staðan er í dag er orðið ljóst að við munum ekki halda deildarsýningu með hefðbundnu sniði.  Það er ekki valkostur að fá Jan-Erik dómara til landsins til að dæma við þær aðstæður sem eru uppi í dag og of óljóst með hvernig ástandið verður og því hefur verið fallið frá því.

Ekki eru til dómarar á Íslandi til að dæma allar retrievertegundir á deildarsýningu og því ekki valkostur að halda eiginlega deildarsýningu.

Sýningarstjórn HRFÍ vinnur hörðum höndum að skipulagningu á sýningarviðburðum sem eru í takt við þær aðstæður sem við glímum við í dag.  Við munum vinna með þeim að þeim viðburði eins og kostur er og vonandi getur það að einhverju leiti komið á móts við deildarsýningu.

Það er í okkar hundaeigenda eins og annarra valdi að vinna eins vel með ástandinu og reglur gefa færi á og erum við sem deild algjörlega með HRFÍ í þeirri vinnu.

Því miður eru þetta ekki eins skýrar upplýsingar og við hefðum kosið, bið ykkur að sýna því skilning, fólk er á fullu að vinna að lausnum og við trúum því að þær verði okkur til góðs og geri haustið skemmtilegt og komi vel á móts við flesta hundaeigendur.

Hlökkum til næstu viðburða með ykkur.