Veiðipróf helgina 15. og 16. ágúst við Bláfinnsvatn í Flókadal

Næstu veiðipróf númer 202008 og 09 verða haldin við Bláfinnsvatn í Flókadal.

Dómari verður Lars Nordenhof frá Danmörku, fulltrúi HRFÍ verður Kjartan I. Lorange, prófstjórar eru Kári Heiðdal og Vilhelm Jónsson.

Nafnakall verður kl.9.00 báða dagana og prófað er í öllum flokkum.

Skráningar eru góðar, það er þörf á hjálparhundum í OFL og ÚFL-B og veit ég að prófstjórar munu gera sitt allra besta til að vinna það, þó ef einhverjir sjá þetta sem eru með hunda í OFL og ÚFL-B sem geta séð af einum eftirmiðdegi vinsamlega hafið samband við Kára í síma 8245724.

Eins er alltaf þörf á starfsfólki og vinsamlega gefið ykkur fram við prófstjóra eða gefið kost á ykkur hér.

Staðan er sú að við erum ásamt öðrum í þessum heimi í slag við Covid og munu þessir viðburðir bera þess merki.

  • Tveggja metra reglan er á ábyrgð okkar og við hvetjum ykkur að virða hana sem og aðrar sóttvarnar aðgerðir.
  • Á staðnum verða einnota hanskar, spritt og klútar. 
  • Eins verður eitthvað af grímum, þátttakendum og öðrum er bent á að taka með sér grímur til eigin nota.
  • Ekki verður neitt sameiginlegt nesti og kemur hver með nesti fyrir sig.
  • Dómari mun ekki skila til ykkar prófblöðum, heldur koma þau öll inná netið eins fljótt og hægt er og eins getið þið fengið mynd senda um kvöldið.  Nálgist svo hjá prófstjóra eftir 2 vikur ef þið viljið eiga.
  • Starfsmenn eru beðnir að þrífa búnað sem þau eru með, töskur og byssu sem tæmi áður en því er skilað til næsta manns.

Það er í okkar höndum að gera þennan dag skemmtilegan og eftirminnilegan,  við erum vissir um að það á eftir að verða eins og áður.

Leiðarlýsingar eru hér fyrir neðan, reiknið með einum og hálfum tíma frá Reykjavík til að vera örugg að lágmarki. Það verða merki við afleggjarann.

Hlökkum til að sjá ykkur prófstjórar