Úrslit frá Deildarsýningu 28.september 2019

Retrieverdeildin stóð fyrir deildarsýningu sem haldin var í Reiðhöll hestamannafélagsins Mána í Reykjanesbæ í dag.

Aðstaðan í höllinni var öll til fyrirmyndar og Lene Grönholm sá um veitingasölu sem var fyrsta flokks og á miklar þakkir fyrir sem og öll sýningarnefnd sem stóð mjög vel að þessu öllu.

Gerde Groenweg frá Hollandi dæmdi og með henni voru Auður Sif Sigurgeirsdóttir sem dæmdi hvolpa og áður hafði Theodóra Róbertsdóttir dæmt Unga sýnendur.

Þessi dagur var einn af þessum skemmtilegu „retriever“ dögum.  Samkennd og vinsemd í hverju horni og einstaklega gaman að taka þátt í svona viðburðum.

Skráning var einstaklega góð, kærar þakkir til starfsfólks, Lilja Dóra, Guðný Ísaks, Auður, Sigrún Gullu og Theodóra og svo allir hinir sem réttu þessu verkefni hendi.

Guðbjörg hefur tekið saman helstu úrslit:

Ungviði :

  • Miðvalla General Li Shang (Labrador)
  • Volcano Gold Boris Darwin (Golden)

Hvolpar :

  • Vetrarstorms Ísöld (Golden)
  • Bergvíkur Double Trouble (Labrador)

Ungliðar :

  • Stekkjardals Birna (Labrador)
  • Heimsenda Öngull (Nova Scotia Duck Tolling)

Öldungar :

  • Great North Golden Mount Belukha (Golden)
  • Sóltúns Artemis Rós (Labrador)

Besti veiðihundur sýningar

  • Veiðivatna Flugan Embla (Labrador)

Besta par

  • Vetrarstorms (Labrador)

Besti afkvæmahópur :

  • Stekkjardals Augustus og afkvæmi (Labrador)

Besti ræktunarhópur

  • Hrísnes

BEST IN SHOW :

  • Norðan Heiða Hríðarbylur (Flat-coated)
  • Lindár Leó (Labrador)
  • Heartbreaker de Ria Vela (Golden)
  • Heimsenda Öngull (Nova Scotia Duck Tolling)

Öll úrslit og umsagnir má finna hér https://www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/190376?session_locale=en_GB

Öll verðlaun voru gefin af Eukanuba og þakkar deildin fyrir þennan góða stuðning.