Úrslit Meistarakeppninnar

Laugardaginn 13.október 2018 var haldin Meistarakeppni Retrieverdeildarinnar við Sólheimakot. 14 hundar voru skráðir til leiks, níu hundar í flokknum „Opinn flokkur“ sem er blanda af BFL og OFL og fimm hundar í „Meistaraflokki“. Dómarar voru Margrét Pétursdóttir og Sigurður Magnússon og prófstjóri Þórhallur Atlason.

Úrslit keppninnar:

Meistaraflokkur

1 sæti með 95 stig Ljósavíkur Níno, stjórnandi, Ingólfur Guðmundsson

2 sæti með 84 stig Kola, stjórnandi Jens Magnús Jakobsson

3 sæti með 76 stig Hvar Er Fuglinn Lotta, stjórnandi Víðir Lárusson

Opinn flokkur

1 sæti með 96 stig Veiðivatna flugan Embla, stjórnandi, Sigurdór Sigurðsson

2 sæti með 92 stig Edgegrove Appollo of Fenway (Ross) Stjórnandi Hólmfríður Kristjánsdóttir

3 sæti með 89 stig Klettavíkur Kara, stjórnandi, Kjartan Andrés Gíslason

Prófstjóri óskar öllum þátttakendum til hamingju með árangurinn í keppninni.  Einnig þakkar prófstjóri dómurum og hjálparfólki veitta aðstoð og styrktaraðilum fyrir stuðninginn.

Styrktaraðilar eru: Eukanuba, Acana, Hyundai og Bendir.