Stigaskor á veiðiprófum 2018

Nú er öllum veiðiprófum lokið hjá Retrieverdeild í ár.

Stigahæsti hundur á veiðiprófum í ár var ISFTCH Kolkuós Oxana Birta, eigandi Vilhelm Jónsson.  Birta hafði mikla yfirburði í ár og áttu þau frábært ár.

Alls voru haldin 10 próf, aukning var í skráningum í fyrsta sinn í langan tíma, alls voru 109 þátttakendur sem luku prófi sem er aukning um 17 síðan í fyrra með sama prófafjölda. 36 hundar tóku þátt sem er fækkun um 2 síðan í fyrra.

Nýliðun er einnig mjög góð og var líka mjög góð 2017, það sést t.d. mjög vel á hvað OFL styrktist mikið á milli ára.  Það verður vonandi aukning í ÚFL á næstu árum, það hafa fáir hundar tekið þátt á hverju ári undanfarið.

Að auki voru haldin 3 Vinnupróf WT og voru skráningar í allt 28 í þessi próf, þar af 4 hundar sem ekki skráðu á veiðipróf, virðist ekki bæta miklu við.

Það er gaman að líta aftur yfir sumarið og hugsa til þeirra skemmtilegu tíma sem veiðipróf, æfingar og samvera með hundafólki og hundum hefur gefið nú sem fyrr.  Höldum áfram að íta undir jákvæðu þættina í samstarfinu, hvetjum hvort annað til dáða og styðjum fjölbreytileikann í starfinu.

Til hamingju allir sam hafið náð árangri á árinu og kærar þakkir til ykkar allra sem hafið unnið að starfinu og gert okkur kleift að stunda þetta sport.

Notið veturinn vel og höldum áfram vinnu með hundum og samveru með hvort öðru.